Eftir tveggja ára framkvæmdir er göllin nú tilbúin, en hún tekur um 20.000 manns í sæti. Hún var byggð vegna ýmissa alþjóðlegra handboltaverkefna sem framundan eru í Ungverjalandi og því er hún sögð stærsta handboltahöll Evrópu.
Ásamt EM í handbolta nú í janúar er nóg af handboltaviðburðum á döfinni í nýju höllinni. EM kvenna í handbolta verður leikið í höllinni árið 2024, sem og HM kvenna þremur árum síðar. Þá mun úrslitahelgi Meistaradeildar kvenna í handbolta einnig fara fram í höllinni næsta vor.
Fyrir utan handbolta verður einnig keppt í íshokkí í höllinni, en auk þess býður höllin upp á möguleika fyrir flestar inniíþróttir.
Eins og áður segir eru Íslendingar með gestgjöfunum frá Ungverjalandi í riðli, en ásamt þeim mæta íslensku strákarnir Portúgölum og Hollendingum.