Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 16:11 Getty/Drew Angerer Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira