Fótbolti

Bróðir Maradona látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego og Hugo Maradona árið 1986.
Diego og Hugo Maradona árið 1986. getty/Alessandro Sabattini

Hugo Maradona, yngri bróðir Diegos Maradona, lést í gær á heimili sínu nálægt Napoli af völdum hjartaáfalls. Hann var 52 ára.

Hugo Maradona var fótboltamaður eins og bróðir sinn þótt ferill hans hafi ekki náð miklum hæðum.

Hann fór til Ascoli á Ítalíu 1987 en lék aðeins þrettán leiki með liðinu áður en hann var seldur til Rayo Vallecano á Spáni þar sem hann lék í tvö ár. Hugo lék einnig í Austurríki, Venesúela, Úrúgvæ, Japan, Kanada og heimalandinu, Argentínu.

Hugo var yngsta barn Diegos Maradona eldri og Dölmu Maradona. Hann fæddist í Lanús 9. maí 1969.

Aðeins rúmt ár síðan Diego Maradona lést af völdum hjartaáfalls á heimili sínu í Búenos Aíres. Hann var sextugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×