Hugo Maradona var fótboltamaður eins og bróðir sinn þótt ferill hans hafi ekki náð miklum hæðum.
Hann fór til Ascoli á Ítalíu 1987 en lék aðeins þrettán leiki með liðinu áður en hann var seldur til Rayo Vallecano á Spáni þar sem hann lék í tvö ár. Hugo lék einnig í Austurríki, Venesúela, Úrúgvæ, Japan, Kanada og heimalandinu, Argentínu.
Hugo var yngsta barn Diegos Maradona eldri og Dölmu Maradona. Hann fæddist í Lanús 9. maí 1969.
Aðeins rúmt ár síðan Diego Maradona lést af völdum hjartaáfalls á heimili sínu í Búenos Aíres. Hann var sextugur.