Von til staðar en ekki hægt að „láta þetta gossa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 13:53 Það var Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sem bar upp þá spurningu hvort hægt væri að láta veiruna gossa yfir samfélagið í ljósi vísbendinga um að ómíkrón-afbrigðið fæli í sér mildari veikindi en önnur afbrigði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ákveðin von sé til staðar í þeirri stöðu sem komin er upp núna í kórónuveirufaraldrinum ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara en önnur afbrigði veirunnar. Hann segir að það sé þó skynsamlegra að bíða eftir því að slíkt liggi fyrir, fremur en að láta veiruna gossa yfir samfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19
Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50