Þórir þjálfari ársins í fyrsta sinn Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:15 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi þar sem Noregur tryggði sér sigur með seinni hálfleik sem lengi verður í minnum hafður. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2021 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þórir hefur þrisvar sinnum orðið í 2. sæti í kjöri á þjálfara ársins en hlaut nú nafnbótina í fyrsta sinn. Árangur Þóris með norska liðinu talar sínu máli en liðið varð heimsmeistari á Spáni fyrr í þessum mánuði og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá varð liðið auk þess Evrópumeistari undir lok síðasta árs, eftir að atkvæðaseðlum vegna kjörs á þjálfara ársins 2020 hafði verið skilað inn. Í 2. sæti í ár varð frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson sem starfað hefur í Svíþjóð um langt árabil. Hann þjálfar til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Í 3. sæti varð svo Arnar Gunnlaugsson sem gerði Víking R. óvænt að Íslands- og bikarmeistara í fótbolta karla. Þá þjálfara sem hlutu atkvæði í kjörinu má sjá hér að neðan. Þjálfari ársins - Þessi hlutu stig Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68 Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37 Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1 Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir annað sæti og eitt stig fyrir þriðja sæti. Þórir hlaut því 131 af 145 mögulegum stigum en tveir aðrir þjálfarar fengu atkvæði í efsta sætið í ár. Íþróttamaður ársins HM 2021 í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Þórir hefur þrisvar sinnum orðið í 2. sæti í kjöri á þjálfara ársins en hlaut nú nafnbótina í fyrsta sinn. Árangur Þóris með norska liðinu talar sínu máli en liðið varð heimsmeistari á Spáni fyrr í þessum mánuði og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá varð liðið auk þess Evrópumeistari undir lok síðasta árs, eftir að atkvæðaseðlum vegna kjörs á þjálfara ársins 2020 hafði verið skilað inn. Í 2. sæti í ár varð frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson sem starfað hefur í Svíþjóð um langt árabil. Hann þjálfar til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Í 3. sæti varð svo Arnar Gunnlaugsson sem gerði Víking R. óvænt að Íslands- og bikarmeistara í fótbolta karla. Þá þjálfara sem hlutu atkvæði í kjörinu má sjá hér að neðan. Þjálfari ársins - Þessi hlutu stig Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68 Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37 Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1 Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir annað sæti og eitt stig fyrir þriðja sæti. Þórir hlaut því 131 af 145 mögulegum stigum en tveir aðrir þjálfarar fengu atkvæði í efsta sætið í ár.
Þjálfari ársins - Þessi hlutu stig Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68 Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37 Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1
Íþróttamaður ársins HM 2021 í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita