Kóngurinn bestur undir pressu en taugarnar brugðust Dobey Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 16:36 Mervyn King fagmannlegur í leiknum gegn Raymond Smith í dag. Getty/Luke Walker Mervyn King stimplaði sig inn í 8-manna úrslitin á HM í pílukasti í Lundúnum í dag þrátt fyrir að lenda í erfiðri stöðu í leik sínum við Ástralann Raymond Smith. Luke Humphries vann rosalegt taugastríð gegn Chris Dobey. Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira