Gamlársdagur: Hvar er opið og hversu lengi? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 07:27 Opið er á flestum sölustöðum flugelda til klukkan 16 í dag. Vísir/Egill Hátíðarnar eru annasamur tími fyrir flesta landsmenn og gamlársdagur er þar engin undantekning. Flugeldakaupin eru mörgum mikilvæg og aðrir telja ómissandi að drekka bjór með Skaupinu. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á gamlársdag. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði er opið frá klukkan 9 til 13 og í verslunum Bónuss er opið frá klukkan 10 til 15 í dag. Þá verður opið í öllum verslunum Krónunnar frá klukkan 9 til 16. Í verslunum Hagkaupa verður opið til klukkan 18, nema í Smáralind og Kringlunni en þar verður opið til klukkan 14. Enn er hægt að nálgast vegan-wellingtonið en í Vegan búðinni í Faxafeni er opið frá klukkan 11 til 15 í dag. Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 16. Verslunin Rangá í Skipasundi hefur opið lengur en þar er opið frá klukkan 10 til 17. Þá eru langflestar veslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16, að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð en opið verður á í verslunum Krambúðarinnar á Skólavörðustíg til klukkan 23. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 15 í dag. Opið verður í verslunum Orkunnar um áramótin, allan sólarhringinn á Vesturlandsvegi, Suðurfelli, Dalvegi og Fitjum. Í Hagasmára og á Bústaðarvegi er opið til klukkan 18. Hjá Extra matvöruverslunum er opið allan sólarhringinn, en á Barónsstíg lokar á miðnætti. Verslun 10-11 á Laugavegi er opin allan sólarhringinn en í Austurstræti er opið til klukkan tvö á nýársnótt. Engin eru áramótin án flugelda Engin eru áramótin án flugelda, hafa sumir sagt, en opið verður á flestum sölustöðum flugelda frá klukkan 10 til 16 í dag eða á meðan birgðir endast. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu en opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13. Í miðborginni er opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12, en sumir verslunareigendur hafa þó opið lengur. Opið er í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri, en þar er opið frá klukkan 10 til 12. Þá er enn hægt að komast í apótek en verslanir Lyfju eru flestar opnar til klukkan 12 í dag, að frátöldum Lágmúla og Smáratorgi en þar er opið til 18. Þá er opið til klukkan 15 í Lyfju á Grandanum. Opið er hjá Apótekaranum í Austurveri er frá klukkan 8 til 18 í dag, en til klukkan 12 í öðrum verslunum Apótekarans. Opið verður í Lyf og heilsu til klukkan 13, að frátöldu apóteki á Glerártorgi en þar verður opið til 12. Enn hægt að komast í sund Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í öllum sundlaugum Reykjavíkur frá klukkan 6.30 til 12 í dag. Sundlaug Álftaness er opin til klukkan 11.30 og á Seltjarnarnesi til 12.30. Þá komast Akureyringar í sund til klukkan 12 og jafnlengi er opið í Sundhöll Ísafjarðar. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, nýársdag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Þeir sem hyggjast drekka rauðvín með áramótasteikinni, eða annað áfengi með Skaupinu, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9 til 14 í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni er opið í flestum verslunum ÁTVR frá klukkan 9 til 13. Enn er því nægur tími til stefnu en lokað verður í ríkinu á nýársdag og þann 2. janúar. Þá er opið í Bjórlandi á Fiskislóð til klukkan 15 í dag. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Verslun Áramót Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði er opið frá klukkan 9 til 13 og í verslunum Bónuss er opið frá klukkan 10 til 15 í dag. Þá verður opið í öllum verslunum Krónunnar frá klukkan 9 til 16. Í verslunum Hagkaupa verður opið til klukkan 18, nema í Smáralind og Kringlunni en þar verður opið til klukkan 14. Enn er hægt að nálgast vegan-wellingtonið en í Vegan búðinni í Faxafeni er opið frá klukkan 11 til 15 í dag. Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 16. Verslunin Rangá í Skipasundi hefur opið lengur en þar er opið frá klukkan 10 til 17. Þá eru langflestar veslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16, að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð en opið verður á í verslunum Krambúðarinnar á Skólavörðustíg til klukkan 23. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 15 í dag. Opið verður í verslunum Orkunnar um áramótin, allan sólarhringinn á Vesturlandsvegi, Suðurfelli, Dalvegi og Fitjum. Í Hagasmára og á Bústaðarvegi er opið til klukkan 18. Hjá Extra matvöruverslunum er opið allan sólarhringinn, en á Barónsstíg lokar á miðnætti. Verslun 10-11 á Laugavegi er opin allan sólarhringinn en í Austurstræti er opið til klukkan tvö á nýársnótt. Engin eru áramótin án flugelda Engin eru áramótin án flugelda, hafa sumir sagt, en opið verður á flestum sölustöðum flugelda frá klukkan 10 til 16 í dag eða á meðan birgðir endast. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu en opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13. Í miðborginni er opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12, en sumir verslunareigendur hafa þó opið lengur. Opið er í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri, en þar er opið frá klukkan 10 til 12. Þá er enn hægt að komast í apótek en verslanir Lyfju eru flestar opnar til klukkan 12 í dag, að frátöldum Lágmúla og Smáratorgi en þar er opið til 18. Þá er opið til klukkan 15 í Lyfju á Grandanum. Opið er hjá Apótekaranum í Austurveri er frá klukkan 8 til 18 í dag, en til klukkan 12 í öðrum verslunum Apótekarans. Opið verður í Lyf og heilsu til klukkan 13, að frátöldu apóteki á Glerártorgi en þar verður opið til 12. Enn hægt að komast í sund Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í öllum sundlaugum Reykjavíkur frá klukkan 6.30 til 12 í dag. Sundlaug Álftaness er opin til klukkan 11.30 og á Seltjarnarnesi til 12.30. Þá komast Akureyringar í sund til klukkan 12 og jafnlengi er opið í Sundhöll Ísafjarðar. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, nýársdag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Þeir sem hyggjast drekka rauðvín með áramótasteikinni, eða annað áfengi með Skaupinu, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9 til 14 í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni er opið í flestum verslunum ÁTVR frá klukkan 9 til 13. Enn er því nægur tími til stefnu en lokað verður í ríkinu á nýársdag og þann 2. janúar. Þá er opið í Bjórlandi á Fiskislóð til klukkan 15 í dag. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Verslun Áramót Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira