Hvað er síonismi? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 31. desember 2021 09:01 Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun