Hvað er síonismi? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 31. desember 2021 09:01 Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun