Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél.
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Almannavarnir sendu á fjölmiðla nú rétt í þessu. Af þeim sem greindust innanlands voru 752 í sóttkví, eða um 48 prósent.
Fjöldi tekinna sýna og önnur nánari tölfræði um framgang faraldursins verða næst uppfærð á mánudaginn og birtast á Covid.is, að því er fram kemur í skeyti Almannavarna.