Maggi Eiríks hvergi nærri hættur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2022 19:00 Magnús Eiríksson er einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar. Janus Traustason Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi. Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp