Nýársdagur: Eru skyndibitastaðirnir opnir? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 11:11 Myndin er tekin á gamlárskvöld 2020. Vísir/Egill Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Áramót Veitingastaðir Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Áramót Veitingastaðir Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira