Steig í ógáti á bremsu svo flugvélin hafnaði á hvolfi við Blönduósflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:01 Grassvæðið sem mennirnir notuðu til lendinganna er um 250 metra langt og hafði flugmaðurinn notað um 100 metra til lendingar þegar flugvélin steyptist á hvolf. RNSA Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi við æfingar á grasi utan flugbrautar á Blönduósflugvelli 4. maí síðastliðinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinni. Flugvélin er stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 Replica, og flokkuð heimasmíði. Er vélin smíðuð þannig að mögulegt sé að stjórna henni úr fram- og aftursæti. „Fótstig fyrir hemla úr aftursæti er fyrir aftan fótstig fyrir hliðarstýri þannig að auðvelt er að stíga á bæði fótstigin samtímis, sé ekki höfð á því sérstök aðgát,“ segir í skýslunni. Í skýrslunni segir að hliðarvindur hafi verið á flugvellinum þennan dag og flugmaðurinn ákveðið að lenda á grassvæði við hliðina á flugbrautinni, en vélin er á stórum dekkjum sem ætluð eru til slíkra lendinga. „Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Örin sýnir stefnu lendingarinnar.RNSA Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“ Hafi samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla Er það niðurstaða rannsóknar nefndarinnar að hemlar úr aftursæti séu þannig staðsettir að auðvelt sé að stíga á þá í ógáti þegar verið sé að beita hliðarstýri. „Við rannsóknina kom fram að hemlum hafði verið beitt í ógáti úr aftursæti, og of harkalega, með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á hvolfi.“ Beinir rannsóknarnefnd samgönguslysa því til flugvélasmiða í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er. Blönduós Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinni. Flugvélin er stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 Replica, og flokkuð heimasmíði. Er vélin smíðuð þannig að mögulegt sé að stjórna henni úr fram- og aftursæti. „Fótstig fyrir hemla úr aftursæti er fyrir aftan fótstig fyrir hliðarstýri þannig að auðvelt er að stíga á bæði fótstigin samtímis, sé ekki höfð á því sérstök aðgát,“ segir í skýslunni. Í skýrslunni segir að hliðarvindur hafi verið á flugvellinum þennan dag og flugmaðurinn ákveðið að lenda á grassvæði við hliðina á flugbrautinni, en vélin er á stórum dekkjum sem ætluð eru til slíkra lendinga. „Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Örin sýnir stefnu lendingarinnar.RNSA Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“ Hafi samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla Er það niðurstaða rannsóknar nefndarinnar að hemlar úr aftursæti séu þannig staðsettir að auðvelt sé að stíga á þá í ógáti þegar verið sé að beita hliðarstýri. „Við rannsóknina kom fram að hemlum hafði verið beitt í ógáti úr aftursæti, og of harkalega, með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á hvolfi.“ Beinir rannsóknarnefnd samgönguslysa því til flugvélasmiða í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er.
Blönduós Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira