Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 16:41 Bessastaðir á Álftanesi. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Vegna sóttvarnatakmarkana komu níu orðuhafanna í sitthvoru lagi til Bessastaða í dag en þrír gátu ekki mætt ýmist vegna veðurs eða covid. Á árinu sem var að líða voru gerðar þær breytingarnar á orðubandinu að tillögu forseta Íslands að orður beggja kynja eru með sams konar bandi. Áður voru orður kvenna tengdar við slaufu en karla við borða. Orðubönd fyrir riddarakross og stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, óháð kyni.Gunnar Vigfússon Síðastliðin hundrað ár hefur orðan verið veitt innlendu og erlendu fólki fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi. Sex konur og sex karlar fengu orðuna í dag fyrir störf sín á ýmsum sviðum samfélagsins. Eftirfarandi voru sæmd orðunni í dag: 1. Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna. 2. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar. 3. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta. 4. Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála. 5. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði. Áslaug Geirsdóttir var sæmd orðunni í dag.Gunnar Vigfússon 6. Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu. 7. Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar. 8. Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði. 9. Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar. 10. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða. 11. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu. 12. Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu. Sigurður Flosason var sæmdur orðunni í dag.Gunnar Vigfússon Fálkaorðan Forseti Íslands Áramót Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Vegna sóttvarnatakmarkana komu níu orðuhafanna í sitthvoru lagi til Bessastaða í dag en þrír gátu ekki mætt ýmist vegna veðurs eða covid. Á árinu sem var að líða voru gerðar þær breytingarnar á orðubandinu að tillögu forseta Íslands að orður beggja kynja eru með sams konar bandi. Áður voru orður kvenna tengdar við slaufu en karla við borða. Orðubönd fyrir riddarakross og stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, óháð kyni.Gunnar Vigfússon Síðastliðin hundrað ár hefur orðan verið veitt innlendu og erlendu fólki fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi. Sex konur og sex karlar fengu orðuna í dag fyrir störf sín á ýmsum sviðum samfélagsins. Eftirfarandi voru sæmd orðunni í dag: 1. Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna. 2. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar. 3. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta. 4. Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála. 5. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði. Áslaug Geirsdóttir var sæmd orðunni í dag.Gunnar Vigfússon 6. Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu. 7. Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar. 8. Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði. 9. Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar. 10. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða. 11. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu. 12. Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu. Sigurður Flosason var sæmdur orðunni í dag.Gunnar Vigfússon
Fálkaorðan Forseti Íslands Áramót Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira