Englendingurinn Rydz, vel studdur af áhorfendum í salnum, byrjaði leikinn betur og vann fyrstu tvö settin nokkuð örugglega áður en Wright, sem varð heimsmeistari árið 2020, tókst með herkjum að vinna þriðja settið og koma sér í stöðuna 1-2.
Rydz komst svo í 3-1 og 4-3 áður en reynsluboltinn Wright jafnaði og því ljóst að um oddasett yrði að ræða. Staðan varð svo 2-2 í oddasettinu áður en Wright sigraði síðustu tvo leggina og komst í undanúrslit þar sem hann mun mæta Gary Anderson.
Einn leikur er eftir í 8 manna úrslitum sem fer fram núna í kvöld. Gerwin Price mætir Michael Smith.
!
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2022
WHAT A MATCH, WHAT A WIN!
Peter Wright comes from 3-1 down to defeat Callan Rydz in a tie-break to secure his spot in the semi-finals!
One of the best quarter-finals Ally Pally has ever seen!#WHDarts pic.twitter.com/9d6esXARlV