Sport

Smith sendi heimsmeistarann heim í Ally Pally

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Michael Smith er kominn í undanúrslit
Michael Smith er kominn í undanúrslit EPA-EFE/Tamas Kovacs

Gerwyn Price, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, tapaði fyrir Michael Smith í 8 manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Ally Pally þessa dagana. Smith mætir James Wade í undanúrslitunum.

Leikurinn var frábær skemmtun og báðir spilarar höfðu tækifæri til þess að sigra. Smith vann fyrsta settið og svo vann Gerwyn Price næstu tvö og komst yfir í settum 2-1. Þeir skiptust svo á settum og Gerwyn Price var í dauðafæri til þess að vinna þegar hann var 4-3 yfir og gat lokað leiknum.

Það gekk þó ekki upp og Smith knúði fram oddasett sem hann vann. Stórskemmtilegur leikur og stórskemmtilegt kvöld í Ally Pally. Undanúrslitin hefjast á morgun klukkan 19:30 í beinni á Stöð 2 Sport.

Þá var mikið fjör í fjórða settinu þegar að Price nældi í svokallaðan níu pílna legg og tryggði sér þar með 50000 pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×