Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 08:26 Maðurinn er sagður hafa flúið yfir landamæri Suður- og Norður-Kóreu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Yfirgripsmikil leit stóð yfir að manninum í gærkvöldi. EPA-EFE/YONHAP Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. Mikil leit stóð yfir eftir manninum í gærkvöldi austarlega á landamærum ríkjanna tveggja, sem mjög erfitt er að komast yfir vegna mikils vopnaburðar landamæravarða. Talið er að maðurinn hafi farið yfir landamærin á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma en yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta staðhæft hvort maðurinn sé nú á lífi. Landamæraverðir hafi þó sent norðrinu tilkynningu um flóttann og óskað eftir því að maðurinn yrði verndaður. Flótti norður er ólöglegur í Suður-Kóreu og snúi maðurinn aftur suður gæti hann átt yfir sér fangelsisvist. Ótti ríkir nú um að hersveitir norðursins muni bana manninum vegna strangra sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar. Landamæri Norður-Kóreu hafa verið lokuð með öllu síðan í ársbyrjun 2020 vegna faraldurs kórónuveiru þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi vilji meina að enginn hafi greinst smitaður af veirunni. Yfirvöld norðursins voru harðlega gagnrýnd fyrir tveimur árum eftir að hersveitir bönuðu suðurkóreskum embættismanni sem hafði týnst á sjó. Honum hafði skolað upp á land í Norður-Kóreu en hersveitir skutu hann strax og báru fyrir sig að hann hefði getað borið kórónuveiruna til landsins. Tveimur mánuðum áður hafði Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að maður flúði norður frá Suður-Kóreu en Kim sagði manninn vera með einkenni Covid-19. Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Norður-Kóreu í nær tvö ár og hafa þær gert það að verkum að ferðalög milli héraða hafa verið skert. Það hefur leitt til þess að aldrei hafa eins fáir flúið frá Norður-Kóreu til suðurs. Þá hafa samskipti milli ríkjanna tveggja verið verulega slæm eftir að viðræður yfirvalda í Washington og Pyongyang um afvopnun kjarnorkuvopna stöðnuðu eftir misheppnaðan fund þáverandi leiðtoga ríkjanna árið 2019. Suður-Kórea er tæknilega séð enn í stríði við Norður-Kóreu eftir að Kórustríðið, sem stóð yfir á árunum 1950-1953, endaði með vopnahléi. Enn hefur enginn friðarsamningur milli ríkjanna verið undirritaður. Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Mikil leit stóð yfir eftir manninum í gærkvöldi austarlega á landamærum ríkjanna tveggja, sem mjög erfitt er að komast yfir vegna mikils vopnaburðar landamæravarða. Talið er að maðurinn hafi farið yfir landamærin á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma en yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta staðhæft hvort maðurinn sé nú á lífi. Landamæraverðir hafi þó sent norðrinu tilkynningu um flóttann og óskað eftir því að maðurinn yrði verndaður. Flótti norður er ólöglegur í Suður-Kóreu og snúi maðurinn aftur suður gæti hann átt yfir sér fangelsisvist. Ótti ríkir nú um að hersveitir norðursins muni bana manninum vegna strangra sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar. Landamæri Norður-Kóreu hafa verið lokuð með öllu síðan í ársbyrjun 2020 vegna faraldurs kórónuveiru þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi vilji meina að enginn hafi greinst smitaður af veirunni. Yfirvöld norðursins voru harðlega gagnrýnd fyrir tveimur árum eftir að hersveitir bönuðu suðurkóreskum embættismanni sem hafði týnst á sjó. Honum hafði skolað upp á land í Norður-Kóreu en hersveitir skutu hann strax og báru fyrir sig að hann hefði getað borið kórónuveiruna til landsins. Tveimur mánuðum áður hafði Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að maður flúði norður frá Suður-Kóreu en Kim sagði manninn vera með einkenni Covid-19. Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Norður-Kóreu í nær tvö ár og hafa þær gert það að verkum að ferðalög milli héraða hafa verið skert. Það hefur leitt til þess að aldrei hafa eins fáir flúið frá Norður-Kóreu til suðurs. Þá hafa samskipti milli ríkjanna tveggja verið verulega slæm eftir að viðræður yfirvalda í Washington og Pyongyang um afvopnun kjarnorkuvopna stöðnuðu eftir misheppnaðan fund þáverandi leiðtoga ríkjanna árið 2019. Suður-Kórea er tæknilega séð enn í stríði við Norður-Kóreu eftir að Kórustríðið, sem stóð yfir á árunum 1950-1953, endaði með vopnahléi. Enn hefur enginn friðarsamningur milli ríkjanna verið undirritaður.
Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35