Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 16:02 Umboðsmanni barna hefur borist fjöldi ábendinga um að börn þurfi oft að standa úti og bíða lengi eftir að komast í sýnatöku fyrir Covid-19 hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira