Smith lagði Price með minnsta mun, 5-4, eftir stórskemmtilega viðureign.
Price virðist óánægður með framkomu áhorfenda í Alexandra Palace ef mið er tekið af Instagram reikningi Price í dag.
Þar segir Price að hann sé niðurbrotinn maður eftir að hafa fallið úr keppni en hann muni koma sterkari til baka og ætli sér að sanna, fyrr en síðar, að hann sé besti pílukastari heimsins.
Í kjölfarið segir hann að það sé ósanngjarnt að HM í pílukasti skuli alltaf fara fram á sama stað og kallar eftir því að mótið verði haldið til skiptis í Wales, Skotlandi, Írlandi og Evrópu auk Englands.
Price er Walesverji og vill að næsta mót fari fram í heimalandi sínu en hann hefur ekki verið ýkja vinsæll meðal áhorfenda í Alexandra Palace á undanförnum árum.

