Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 20:14 Gylfi Þór er forstöðumaður farsóttarhúsanna. Vísir/Vilhelm „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. „Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
„Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira