Mikael lék hálfan leik fótbrotinn og fékk Covid Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 12:30 Mikael Egill Ellertsson á ferðinni í leik gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í haust. vísir/vilhelm Mikael Egill Ellertsson, landsliðsmaðurinn ungi í fótbolta, fótbrotnaði í síðasta leik fyrir jólafrí og smitaðist sömuleiðis af kórónuveirunni. Mikael, sem er 19 ára gamall, lék fyrstu fjóra A-landsleiki sína á nýliðnu ári, alla í undankeppni HM. Árinu lauk hins vegar ekki eins skemmtilega hjá þessum sóknarsinnaða leikmanni SPAL á Ítalíu. Í viðtali við Fótbolta.net greinir Mikael frá því að hann hafi fótbrotnað í leik gegn Frosinone 18. desember. Mikael segist hafa meiðst strax á 3. mínútu leiksins en hann lék engu að síður allan fyrri hálfleikinn. Það tók svo sinn tíma að koma honum í röngtenmyndatöku til að skoða brotið betur því hann greindist með kórónuveirusmit. „Þetta var ekkert spes. Ég fór beint í einangrun eftir leik og gat ekkert tékkað á löppinni og svo var ég með covid. Það var erfitt að redda X-ray myndatöku en það gekk upp og ég var sóttur heim til mín á sjúkrabíl og farið beint á sjúkrahúsið,“ segir Mikael við Fótbolta.net. Útlit er fyrir að Mikael verði frá keppni fram í byrjun mars vegna fótbrotsins en hann þarf ekki að fara í neina aðgerð vegna meiðslanna. Mikael verður því líklega klár í slaginn þegar Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í lok mars. Annar leikurinn verður gegn Spánverjum á Spáni 29. mars en enn er óljóst hver hinn andstæðingurinn verður. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Mikael, sem er 19 ára gamall, lék fyrstu fjóra A-landsleiki sína á nýliðnu ári, alla í undankeppni HM. Árinu lauk hins vegar ekki eins skemmtilega hjá þessum sóknarsinnaða leikmanni SPAL á Ítalíu. Í viðtali við Fótbolta.net greinir Mikael frá því að hann hafi fótbrotnað í leik gegn Frosinone 18. desember. Mikael segist hafa meiðst strax á 3. mínútu leiksins en hann lék engu að síður allan fyrri hálfleikinn. Það tók svo sinn tíma að koma honum í röngtenmyndatöku til að skoða brotið betur því hann greindist með kórónuveirusmit. „Þetta var ekkert spes. Ég fór beint í einangrun eftir leik og gat ekkert tékkað á löppinni og svo var ég með covid. Það var erfitt að redda X-ray myndatöku en það gekk upp og ég var sóttur heim til mín á sjúkrabíl og farið beint á sjúkrahúsið,“ segir Mikael við Fótbolta.net. Útlit er fyrir að Mikael verði frá keppni fram í byrjun mars vegna fótbrotsins en hann þarf ekki að fara í neina aðgerð vegna meiðslanna. Mikael verður því líklega klár í slaginn þegar Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í lok mars. Annar leikurinn verður gegn Spánverjum á Spáni 29. mars en enn er óljóst hver hinn andstæðingurinn verður.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira