Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 10:36 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid-19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. „Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira