„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 15:15 25 liggja inni á Landspítala með Covid-19. Vísir/Vilhelm Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19. „Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira