Argentínskur plötusnúður fékk morðhótanir en neitar að hafa smitað Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 09:01 Lionel Messi er enn staddur í Argentínu og má ekki fara á meðan hann er með veiruna. EPA-EFE/Ian Langsdon Lionel Messi er með kórónuveiruna en hann náði sér í hana í jólafríi sínu í Argentínu. Það er óhætt að segja að Argentínumenn hafi leitað uppi sökudólg eftir að fréttir bárust af smiti gulldrengsins. Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira