Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 07:42 Elizabeth Holmes yfirgefur dómshúsið í San Jose í gærkvöldi. AP Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök, en á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Holmes var ekki færð í gæsluvarðhald eftir sakfellinguna, en enn á eftir að greina frá hvenær tilkynnt verður um refsingu. Sýknuð af fjórum ákæruliðum Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðu varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök, en á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Holmes var ekki færð í gæsluvarðhald eftir sakfellinguna, en enn á eftir að greina frá hvenær tilkynnt verður um refsingu. Sýknuð af fjórum ákæruliðum Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðu varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent