Bráðalæknir spyr hvort starfsfólk sé að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 13:43 Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og formaður Félags bráðalækna. Vísir/Baldur Alls sóttu 2.697 einstaklingar bráðamóttökuna á Landspítala í nóvember og jókst fjöldinn um 6,3% frá sama tíma árið 2020. Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið.
„Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31