Það ár bárust 187 leitarbeiðnir en þær voru langflestar árin 2018 og 2017; samtals 285 árið 2018 og 249 árið 2017, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins um málið.
Guðmundur segir fækkunina mögulega mega rekja til Covid-19 og starfs lögreglunnar og barnaverndar í málaflokknum.
Oftar er leitað að stúlkum en drengjum en í fyrra voru 93 leitarbeiðnanna vegna stúlkna og 65 vegna drengja. Í sumum tilvikum er verið að leita aftur að sama barninu og þannig voru 52 einstaklingar að baki leitarbeiðnunum 158.
Guðmundur segir að meðal þeirra barna sem leitað er að hafi ungmennum sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda fækkað en aftur á móti hafi þeim fjölgað sem glíma við einhvers konar hegðunarvanda, skerðingar eða andleg veikindi.