Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni Vísir Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49