Fyrrum dýrasti leikmaður í sögu Brighton hættur aðeins þrítugur að aldri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. janúar 2022 07:00 Davy Pröpper í leik gegn Arsenal á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Mike Hewitt Knattspyrnumaðurinn Davy Pröpper hefur lagt skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri. Hann sagði gleðina einfaldlega ekki lengur til staðar og er því hættur knattspyrnuiðkun. Hinn þrítugi Pröpper lék með Vitesse, PSV og Brighton & Hove Albion á ferli sínum ásamt því að spila 19 A-landsleiki fyrir Holland. Sumarið 2017 gekk hann í raðir Brighton fyrir metfé er félagið var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lykilmaður er Brighton hélt sæti sínu í deildinni ár eftir ár. Eftir að kórónuveiran skall á og öllu var skellt í lás í Englandi virðist sem hafi farið að halla undanfæti hjá Pröpper. Þó hann væri ekki að glíma við nein líkamleg meiðsli þá tók það verulega á hann að vera frá fjölskyldu og vinum. Hann gekk aftur í raðir PSV fyrir komandi tímabil og skrifaði undir tveggja ára samning. Nú – 18 mánuðum áður en samningurinn rennur út – hefur leikmaðurinn fengið honum rift þar sem gleðin er einfaldlega ekki til staðar. Hann hafði vonast að eftir að heimkoman myndi gera fótboltann ánægjulegan á nýjan leik en það gekk ekki eftir. Davy Pröpper stopt als profvoetballer bij PSV. De 30-jarige middenvelder had nog een contract voor 1,5 jaar bij PSV, maar dat is nu ontbonden.''Ik heb voor de Kerst de knoop doorgehakt en dat voelt als een opluchting. Hierdoor weet ik dat het de juiste keuze is''— PSV (@PSV) January 4, 2022 „Ég finn fyrir miklum létti og veit þess vegna að ég tók rétt ákvörðum,“ sagði Pröpper í viðtali eftir að hafa tilkynnt að hann væri hættur. Hann þakkaði PSV fyrir skilninginn og sagði að þó fótboltinn hefði gefið honum mörg ógleymanleg augnablik þá væri nú kominn tími til að einbeita sér að öðrum hlutum. Fótbolti Hollenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hinn þrítugi Pröpper lék með Vitesse, PSV og Brighton & Hove Albion á ferli sínum ásamt því að spila 19 A-landsleiki fyrir Holland. Sumarið 2017 gekk hann í raðir Brighton fyrir metfé er félagið var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lykilmaður er Brighton hélt sæti sínu í deildinni ár eftir ár. Eftir að kórónuveiran skall á og öllu var skellt í lás í Englandi virðist sem hafi farið að halla undanfæti hjá Pröpper. Þó hann væri ekki að glíma við nein líkamleg meiðsli þá tók það verulega á hann að vera frá fjölskyldu og vinum. Hann gekk aftur í raðir PSV fyrir komandi tímabil og skrifaði undir tveggja ára samning. Nú – 18 mánuðum áður en samningurinn rennur út – hefur leikmaðurinn fengið honum rift þar sem gleðin er einfaldlega ekki til staðar. Hann hafði vonast að eftir að heimkoman myndi gera fótboltann ánægjulegan á nýjan leik en það gekk ekki eftir. Davy Pröpper stopt als profvoetballer bij PSV. De 30-jarige middenvelder had nog een contract voor 1,5 jaar bij PSV, maar dat is nu ontbonden.''Ik heb voor de Kerst de knoop doorgehakt en dat voelt als een opluchting. Hierdoor weet ik dat het de juiste keuze is''— PSV (@PSV) January 4, 2022 „Ég finn fyrir miklum létti og veit þess vegna að ég tók rétt ákvörðum,“ sagði Pröpper í viðtali eftir að hafa tilkynnt að hann væri hættur. Hann þakkaði PSV fyrir skilninginn og sagði að þó fótboltinn hefði gefið honum mörg ógleymanleg augnablik þá væri nú kominn tími til að einbeita sér að öðrum hlutum.
Fótbolti Hollenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira