Hefur aldrei látið húðflúra hægri handlegginn þar sem hann er „aðeins til að skora með“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:00 Mikill munur er á handleggjum Malik Monk. Katelyn Mulcahy/Getty Images Það hefur ekki mikið gengið upp hjá Los Angeles Lakers það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en Malik Monk hefur hins vegar komið skemmtilega á óvart þar sem ekki var búist við miklu af leikmanni sem Charlotte Hornets leyfði að fara á frjálsri sölu í sumar. Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera. Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera.
Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira