Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:23 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18