Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:23 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18