Guardiola bætist þar með í hóp með Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, Sean Dyche, stjóra Burnley, og fjölmörgum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa smitast.
Aðstoðarmaður Guardiola, Juanma Lillo, er líka smitaður. Þeir eru komnir í einangrun eins og fleiri hjá Manchester City sem hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.
Manchester City spilar við Swindon annað kvöld í fyrsta leiknum í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.
Citu liðið hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum, ellefu deildaleiki í röð og er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
BREAKING: Pep Guardiola will miss #MCFC's FA Cup third-round tie at Swindon on Friday after testing positive for Covid-19.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 6, 2022