Hætt að svara fyrirspurnum um niðurstöðu raðgreininga Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2022 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biður fólk um að sýna biðlund. Vísir/Vilhelm Unnið er að því bæta aðgengi fólks sem greinst hefur með kórónuveiruna að niðurstöðu raðgreiningar og vonar embætti landlæknis að upplýsingarnar verði aðgengilegar á Heilsuveru á næstu dögum. Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira