Fullbólusettur einstaklingur með ómíkron á gjörgæslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:51 Frá Landspítalanum. Vísir/Einar Fullbólusettur einstaklingur sem greindist smitaður af ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er meðal þeirra sjö einstaklinga sem liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru 32 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, 28 eru með virkt smit í einangrun á meðan fjórir eru lausir úr einangrun en teljast ekki útskriftarhæfir. Sautján eru bólusettir en fimmtán óbólusettir. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Fimm af sjö á gjörgæslu eru óbólusettir. Níu sjúklingar eru með ómíkron afbrigði veirunnar og sautján eru með delta en upplýsingar um veiruafbrigði vantar hjá sex sjúklingum. Að minnsta kosti einn sjúklingur sem nú er á gjörgæslu er með ómíkron. 8.726 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.050 börn. Þrír eru flokkaðir sem „rauðir“ þar sem innlögn þykir líkleg og svo eru 183 flokkaðir sem „gulir“ þar sem innlögn þykir möguleg. Aðrir eru einkennalitlir, einkennalausir eða bíða mats. Alls greindust 1063 smitaðir af veirunni í gær en um það bil 90 prósent þeirra sem eru að greinast þessa dagana eru með ómíkron afbrigði veirunnar. Áfram er þó stöðugur fjöldi að greinast með delta afbrigðið og virðast þeir vera að veikjast frekar. Enn er of snemmt að segja til um hversu stór hluti þeirra sem greinast með ómíkron afbrigðið þurfi á spítalainnlögn að halda en út frá upplýsingum erlendis frá er spáð að um 0,7 prósent þeirra sem greinast þurfi að leggjast inn. Samkvæmt nýjasta spálíkani Landspítala má gera ráð fyrir að innlögnum á gjörgæslu fjölgi á næstu dögum en vonir eru bundnar við að bjartsýnasta spáin gangi eftir. Þannig yrðu níu á gjörgæslu þann 13. janúar en svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 23 verða inniliggjandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54 32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
1.063 greindust innanlands og metfjöldi á landamærum 1.063 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 44 prósent af sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu og 56 prósent utan sóttkvíar. 6. janúar 2022 10:54
32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um tvo milli daga. 6. janúar 2022 10:02
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent