Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2022 14:36 Ásgeir seðlabankastjóri hefur gripið til varna vegna ásakana Bergsveins Birgissonar sem hefur vænt hann um ritstuld. Nokkuð sem hefur reynst seðlabankastjóra þungbært. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. Ásgeir birtir greinargerð Helga á Facebook-síðu sinni en hana má finna hér neðst sem tengd skjöld. „Nú um mánaðarskeið hef ég legið undir þungum ásökunum um umfangsmikinn ritstuld – eða öllu heldur hugmyndastuld – í tengslum við útgáfu bókar minnar Eyjan hans Ingólfs. Þessar ásakanir voru settar fram í greinargerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Í blaðaviðtölum í framhaldi varaði hann íslensku þjóðina við bók minni,“ segir Ásgeir í pistli á Facebook. Í samtali við Vísi segir Ásgeir þetta ekki breyta fyrirætlunum sínum um að svara sjálfur ásökunum Bergsteins með greinargerð. En þetta sé gagn í málinu sem er nú til umfjöllunar hjá siðanefnd Háskóla Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstæða fæst í málið þar en fastlega má gera ráð fyrir því að það verði ekki nokkuð sem háskólamennirnir hrista fram úr erminni. Helgi Þorláksson prófessors emeritus í sagnfræði hefur ritað greinargerð þar sem hann ber saman bækurnar Eyjan hans Ingólfs og Leitina að svarta víkingnum. Hann telur Ásgeir ekki hafa nýtt sér hugmyndir Bergsveins heldur séu hugmyndir sem Ásgeir vísar til þekktar og viðurkenndar.aðsend „Þegar svo þungar ásakanir eru lagðar fram gegn æru minni og persónu – skiptir miklu máli hvernig svarað er. Ég leitaði því til þess manns núlifandi sem verður að telja einna fróðastan í sögu landnámsaldar hérlendis,“ segir Ásgeir og er þar að tala um Helga Þorláksson prófessors emeritus í sagnfræði. Ásgeir segir greinargerð Helga skilmerkilega og niðurstöðu hans ótvíræða. Hann vitnar í niðurlag greinargerðarinnar: „Í framhaldi af þessu koma þung orð Bergsveins um „ritstuld“ og „þjófnað“ Ásgeirs, hvernig hann hafi „stolið og rangfært“. Bergsveinn telur ekki að Ásgeir taki orðrétt upp eftir sér en að ritstuldurinn sé hugmyndastuldur og honum hafi því borið að vísa til LSV. Hér hefur verið leitt í ljós að Ásgeir hefur ekki nýtt sér hugmyndir frá Bergsveini, amk. ekki í dæmunum sem Bergsveinn rekur. Hugmyndirnar geta eins verið komnar annars staðar frá. Efnisleg tengsl við rit Bergsveins eru ekki eins mikil og hann lætur.“ Eins og áður sagði má opna greinargerð Helga í tengdum skjölum hér neðar. Tengd skjöl Helgi-þorlakssonPDF249KBSækja skjal Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40 Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma. 13. desember 2021 12:08 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Ásgeir birtir greinargerð Helga á Facebook-síðu sinni en hana má finna hér neðst sem tengd skjöld. „Nú um mánaðarskeið hef ég legið undir þungum ásökunum um umfangsmikinn ritstuld – eða öllu heldur hugmyndastuld – í tengslum við útgáfu bókar minnar Eyjan hans Ingólfs. Þessar ásakanir voru settar fram í greinargerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Í blaðaviðtölum í framhaldi varaði hann íslensku þjóðina við bók minni,“ segir Ásgeir í pistli á Facebook. Í samtali við Vísi segir Ásgeir þetta ekki breyta fyrirætlunum sínum um að svara sjálfur ásökunum Bergsteins með greinargerð. En þetta sé gagn í málinu sem er nú til umfjöllunar hjá siðanefnd Háskóla Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstæða fæst í málið þar en fastlega má gera ráð fyrir því að það verði ekki nokkuð sem háskólamennirnir hrista fram úr erminni. Helgi Þorláksson prófessors emeritus í sagnfræði hefur ritað greinargerð þar sem hann ber saman bækurnar Eyjan hans Ingólfs og Leitina að svarta víkingnum. Hann telur Ásgeir ekki hafa nýtt sér hugmyndir Bergsveins heldur séu hugmyndir sem Ásgeir vísar til þekktar og viðurkenndar.aðsend „Þegar svo þungar ásakanir eru lagðar fram gegn æru minni og persónu – skiptir miklu máli hvernig svarað er. Ég leitaði því til þess manns núlifandi sem verður að telja einna fróðastan í sögu landnámsaldar hérlendis,“ segir Ásgeir og er þar að tala um Helga Þorláksson prófessors emeritus í sagnfræði. Ásgeir segir greinargerð Helga skilmerkilega og niðurstöðu hans ótvíræða. Hann vitnar í niðurlag greinargerðarinnar: „Í framhaldi af þessu koma þung orð Bergsveins um „ritstuld“ og „þjófnað“ Ásgeirs, hvernig hann hafi „stolið og rangfært“. Bergsveinn telur ekki að Ásgeir taki orðrétt upp eftir sér en að ritstuldurinn sé hugmyndastuldur og honum hafi því borið að vísa til LSV. Hér hefur verið leitt í ljós að Ásgeir hefur ekki nýtt sér hugmyndir frá Bergsveini, amk. ekki í dæmunum sem Bergsveinn rekur. Hugmyndirnar geta eins verið komnar annars staðar frá. Efnisleg tengsl við rit Bergsveins eru ekki eins mikil og hann lætur.“ Eins og áður sagði má opna greinargerð Helga í tengdum skjölum hér neðar. Tengd skjöl Helgi-þorlakssonPDF249KBSækja skjal
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40 Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma. 13. desember 2021 12:08 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40
Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma. 13. desember 2021 12:08
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46