Starfsmenn ráðuneytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. janúar 2022 19:00 Fjalar segir starfsmenn ráðuneytisins hafa orðið mjög hissa þegar þeir sáu að dómsmálaráðuneytið hefði keypt áfengi fyrir 28 milljónir í fyrra. Hið rétta er að sú upphæð eigi við kaup allra undirstofnana ráðuneytisins á áfengi og tóbaki. vísir/sigurjón Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar. Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar.
Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira