Matheus Cunha kom gestunum yfir á 17. mínútu áður en Renan Lodi tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar.
Luis Suarez skoraði svo þriðja mark meistaranna stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Antoine Griezmann kom gestunum í 4-0 þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka áður en Joao Felix gulltryggði 5-0 sigur Atlético Madrid stuttu fyrir leikslok.