Dagný grét fyrstu 22 vikur meðgöngu en segist betri leikmaður sem móðir Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir nálgast 100 leikja múrinn með íslenska landsliðinu en hún hefur skorað 32 mörk í 97 A-landsleikjum. Hér er hún í leik gegn Japan í Hollandi í nóvember. Getty „Áður en ég varð móðir hefði ég aldrei getað skilið hvað það gerði mikið fyrir mig hvað fótboltann varðar,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham, í viðtali um móðurhlutverkið og fótboltann við Sky Sports. Dagný fæddi son sumarið 2018 en hefur eftir það spilað sem atvinnumaður bæði í Bandaríkjunum og nú ensku úrvalsdeildinni, auk þess að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu líkt og áður. „Ég tel að ég geri betur bæði á æfingum og í leikjum. Þá er ég í burtu frá honum [syninum] og vil nýta tímann sem best. Svo vil ég ekki vera í vondu skapi þegar ég hitti hann aftur þannig að ég þarf að standa mig vel svo ég sé í betra skapi þegar ég sé hann,“ segir Dagný hlæjandi í þættinum Inside The WSL hjá Sky Sports. "All I wanted to do was be with him." West Ham's @dagnybrynjars speaks on Inside The #WSL about how she is playing with added motivation after having her son pic.twitter.com/NfN0aL67y4— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) January 6, 2022 Dagný, sem byrjaði að æfa fótbolta á Hellu og Hvolsvelli með liði KFR, er markahæsta landsliðskona Íslands af þeim leikmönnum sem enn eru að spila, og sú þriðja markahæsta í sögunni. Þessi þrítugi miðjumaður hefur skorað 32 mörk í 97 A-landsleikjum. Dagný var spurð út í þá staðreynd að það hefði svo sem ekki verið á áætlun að eignast barn árið 2018, sem til að mynda hafði í för með sér að Dagný missti af leikjum gegn Þýskalandi og Tékklandi í lokin á undankeppni HM 2019, þar sem Ísland átti möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vissi ekki hvort hún vildi spila fótbolta aftur „Þetta var áfall, ef ég á að vera hreinskilin. Ég grét fyrstu 22 vikurnar yfir því að vera orðin ólétt og fannst ég ekki vita hver ég væri. Allir þekktu mig sem landsliðskonu og atvinnumann í fótbolta, og allt í einu var ég bara ólétt heima. Síðan áttaði ég mig á því hve mikil blessun þetta væri, og þetta er það besta sem komið hefur fyrir mig. Um leið og ég fékk hann í hendurnar… ég held að hann hafi verið þriggja daga þegar ég sagði við eiginmann minn: „Ég veit ekki hvort ég vil spila fótbolta aftur. Ég vil bara eignast annað barn.“ Fyrstu tvö ár ævi hans átti ég erfitt með að fara á æfingar því það eina sem ég vildi gera var að vera með honum. En það sem hvatti mig til að snúa aftur var að sýna fólki að ég gæti enn látið til mín taka með landsliðinu, enn spilað sem atvinnumaður, og enn orðið betri leikmaður en ég var. Betri leikmaður, betri liðsfélagi og góð móðir,“ segir Dagný. Hefði viljað vita um áhrif brjóstagjafarinnar Hún segir knattspyrnukonur ekki eiga að láta fótboltann stöðva sig í að eignast barn því barneignir þýði alls ekki að ferlinum sé lokið: „Maður getur alltaf snúið aftur og orðið jafnvel enn betri en áður, ef maður leggur nógu mikið á sig. Það sem tekur lengstan tíma að fá aftur er hraðinn og viðbragðið. Það sem ég vissi ekki á sínum tíma var að því lengur sem að barnið er á brjósti því lengri tíma tekur að fá þetta aftur. Ég var með hann á brjósti í ellefu og hálfan mánuð og fannst ég alltaf vera 97%, og þurfa aðeins meira til að verða sá leikmaður sem ég var. Eftir að hann hætti á brjósti tók það mig bara 1-2 mánuði að verða 100%. Ég vildi að ég hefði vitað þetta en á sama tíma hefði ég aldrei hætt fyrr með hann á brjósti bara út af þessu,“ segir Dagný. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. 29. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Dagný fæddi son sumarið 2018 en hefur eftir það spilað sem atvinnumaður bæði í Bandaríkjunum og nú ensku úrvalsdeildinni, auk þess að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu líkt og áður. „Ég tel að ég geri betur bæði á æfingum og í leikjum. Þá er ég í burtu frá honum [syninum] og vil nýta tímann sem best. Svo vil ég ekki vera í vondu skapi þegar ég hitti hann aftur þannig að ég þarf að standa mig vel svo ég sé í betra skapi þegar ég sé hann,“ segir Dagný hlæjandi í þættinum Inside The WSL hjá Sky Sports. "All I wanted to do was be with him." West Ham's @dagnybrynjars speaks on Inside The #WSL about how she is playing with added motivation after having her son pic.twitter.com/NfN0aL67y4— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) January 6, 2022 Dagný, sem byrjaði að æfa fótbolta á Hellu og Hvolsvelli með liði KFR, er markahæsta landsliðskona Íslands af þeim leikmönnum sem enn eru að spila, og sú þriðja markahæsta í sögunni. Þessi þrítugi miðjumaður hefur skorað 32 mörk í 97 A-landsleikjum. Dagný var spurð út í þá staðreynd að það hefði svo sem ekki verið á áætlun að eignast barn árið 2018, sem til að mynda hafði í för með sér að Dagný missti af leikjum gegn Þýskalandi og Tékklandi í lokin á undankeppni HM 2019, þar sem Ísland átti möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vissi ekki hvort hún vildi spila fótbolta aftur „Þetta var áfall, ef ég á að vera hreinskilin. Ég grét fyrstu 22 vikurnar yfir því að vera orðin ólétt og fannst ég ekki vita hver ég væri. Allir þekktu mig sem landsliðskonu og atvinnumann í fótbolta, og allt í einu var ég bara ólétt heima. Síðan áttaði ég mig á því hve mikil blessun þetta væri, og þetta er það besta sem komið hefur fyrir mig. Um leið og ég fékk hann í hendurnar… ég held að hann hafi verið þriggja daga þegar ég sagði við eiginmann minn: „Ég veit ekki hvort ég vil spila fótbolta aftur. Ég vil bara eignast annað barn.“ Fyrstu tvö ár ævi hans átti ég erfitt með að fara á æfingar því það eina sem ég vildi gera var að vera með honum. En það sem hvatti mig til að snúa aftur var að sýna fólki að ég gæti enn látið til mín taka með landsliðinu, enn spilað sem atvinnumaður, og enn orðið betri leikmaður en ég var. Betri leikmaður, betri liðsfélagi og góð móðir,“ segir Dagný. Hefði viljað vita um áhrif brjóstagjafarinnar Hún segir knattspyrnukonur ekki eiga að láta fótboltann stöðva sig í að eignast barn því barneignir þýði alls ekki að ferlinum sé lokið: „Maður getur alltaf snúið aftur og orðið jafnvel enn betri en áður, ef maður leggur nógu mikið á sig. Það sem tekur lengstan tíma að fá aftur er hraðinn og viðbragðið. Það sem ég vissi ekki á sínum tíma var að því lengur sem að barnið er á brjósti því lengri tíma tekur að fá þetta aftur. Ég var með hann á brjósti í ellefu og hálfan mánuð og fannst ég alltaf vera 97%, og þurfa aðeins meira til að verða sá leikmaður sem ég var. Eftir að hann hætti á brjósti tók það mig bara 1-2 mánuði að verða 100%. Ég vildi að ég hefði vitað þetta en á sama tíma hefði ég aldrei hætt fyrr með hann á brjósti bara út af þessu,“ segir Dagný.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. 29. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
„Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. 29. nóvember 2021 10:30