Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho mun leika með Villa sem lánsmaður frá Barcelona út þessa leiktíð.
Félagaskiptafréttaveitan Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter. Hann segir að Villa muni greiða bróðurpart launa Coutinho.
Philippe Coutinho s set to join Aston Villa on loan from Barcelona, done deal and here-we-go! Agreement completed after direct contact today morning #AVFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2022
Loan until end of the season. Aston Villa will pay main part of the salary. Announcement today as per @tjuanmarti. #FCB pic.twitter.com/O4a93ftszY
Coutinho lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2013-2018 með Liverpool og var þá liðsfélagi Gerrards þar til að sá síðarnefndi fór til Bandaríkjanna árið 2015 áður en hann lagði svo skóna á hilluna og gerðist knattspyrnustjóri.
Coutinho, sem er 29 ára, var kallaður töframaðurinn þegar hann lék með Liverpool. Hann skoraði 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2016-17 og hafði skorað sjö mörk í 14 deildarleikjum veturinn þar á eftir, áður en hann fór til Barcelona á miðju tímabili fyrir háa summu.
What a partnership this was! pic.twitter.com/Iz3bqZVyvV
— 433 (@433) January 7, 2022
Coutinho hefur hins vegar ekki fest sig í sessi hjá Barcelona, og lék eitt tímabil sem lánsmaður hjá Bayern München. Hann hefur byrjað fimm deildarleiki á þessu tímabili á Spáni, leikið alls 12 deildarleiki, og skorað í þeim tvö mörk.