Innherji

Halli á vöruskiptum við útlönd jókst um 86 milljarða í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Íslendingar fluttu inn vörur til landsins fyrir næstum þúsund milljarða króna í fyrra og jókst innflutningurinn um 29 prósent milli ára.
Íslendingar fluttu inn vörur til landsins fyrir næstum þúsund milljarða króna í fyrra og jókst innflutningurinn um 29 prósent milli ára. Vísir/Vilhelm

Íslendingar fluttu inn vörur til landsins í fyrra fyrir samanlagt rúmlega 996 milljarða króna og nam aukningin um 29 prósentum frá árinu 2020, á gengi hvors árs fyrir sig, eða um 225 milljarðar.

Á sama tíma hækkaði verðmæti vöruútflutnings á síðasta ári um meira en 22 prósent og var samtals 759 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í nýbirtum bráðabirgðatölum frá Hagstofunni en halli á vöruskiptum Íslands við útlönd á árinu 2021 var því um 237 milljarðar króna, eða í kringum sjö prósent af landsframleiðslu, og jókst hann um liðlega 86 milljarða frá fyrra ári.

Verðmæti iðnaðarvara, sem voru alls 52 prósent af öllum vöruútflutningi Íslendinga á liðnu ári, jókst um þriðjung á milli ára og var um 397 milljarðar. Þar á eftir komu sjávarafurðir en verðmæti þeirra hækkaði um 8,5 prósent í fyrra og var 293 milljarðar. Sé litið verðmæti útflutnings í fiskeldi, sem hefur farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár, þá jókst það um tæplega sjö milljarða og var um fimm prósent af heildarútflutningi landsins á árinu 2021.

Aukningin í vöruinnflutningi landsmanna var mest í hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingavörum og flutningatækjum. Þannig flutti Íslendingar til landsins flutningatæki fyrir samtals 161 milljarð króna í fyrra og jókst sá vöruinnflutningur um liðlega 64 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×