Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 10:42 Ef spá Landspítalans gengur eftir munu 80 þúsund manns hafa smitast af SARS-CoV-2 í byrjun mars. Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira