Hallærislegt virkjanaútspil Tómas Guðbjartsson skrifar 8. janúar 2022 07:00 Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Þjóðgarðar Ísafjarðarbær Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar