„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 21:30 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag. Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tvo daga tók að gera viðeigandi ráðstafanir svo hægt væri að senda einstaklingana í einangrun og sóttkví en ekki allir gátu snúið til síns heima. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að þessi uppákoma hafi eðlilega haft þó nokkur áhrif á skjólstæðinga Vogs. „Þetta brýtur upp meðferðina og við vonum að þeir sem voru ekki komnir að lokum hérna komi bara aftur til okkar og það verður vonandi á fimmtudaginn, kannski miðvikudag. Þeir sem áttu pantað pláss hérna alla þessa daga sem við höfum ekki getað tekið inn koma bara aðeins seinna. Við verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er auðvitað alveg skelfilegt að lenda í þessu og þetta er verst fyrir fólkið sem er að bíða heima og aðstandendur þeirra“ Langflestir skjólstæðingar gátu farið heim til sín þar sem þeim er fylgt eftir. Nokkrir sem greindust sýktir fengu pláss í sóttvarnahúsi og aðrir á hóteli þar sem þeir hafa verið í sóttkví. Enginn greinst í Vík Valgerður segir að stjórnendur hafi haft áhyggjur af því að smit myndi berast inn á meðferðarstöð SÁÁ í Vík með fólki sem fór þangað á þriðjudag að lokinni meðferð á Vogi. Allir þeir fjörutíu sjúklingar sem dvelja á Vík voru því sendir í PCR-sýnatöku auk starfsfólks en þær niðurstöður fengust í dag að öll sýni hafi verið neikvæð. „Ég er mjög ánægð með það,“ segir Valgerður sem er bjartsýn á að geta opnað Vog á ný um miðja viku. „Ef við starfsmennirnir komum vel út úr PCR-prófinu eftir sóttkvína á þriðjudaginn þá ættum við að geta hafist handa og haldið áfram, og vonandi allir sjúklingarnir okkar með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 6. janúar 2022 19:53