Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 23:53 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur flugfélaga um allan heim og nú ætlar ómíkron að reynast enn ein hindrunin fyrir eðlilegum rekstri þeirra. Samsett Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega. Ástæðan er reglur Evrópusambandsins sem kveða á um þá lágmarksnýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum sem flugfélög þurfa að nýta til að eiga öruggt með að halda þeim á næsta tímabili. Lendinga- og brottfaratímar á vinsælum flugvöllum eru verðmæt auðlind fyrir flugrekendur og forsenda þess að þeir geti flutt þangað farþega. Hvorki Icelandair né Play hafa gripið til þess ráðs að fljúga hálftómum flugvélum til þess eins að halda afgreiðslutímum sínum að sögn fulltrúa þeirra. Almenn undanþága ekki lengur í gildi „Það hefur ekki komið til þessa hjá okkur vegna þeirra undanþága sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á afgreiðslutímum á þeim mörkuðum sem við störfum,“ segir í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, samskiptastjóra Icelandair, við fyrirspurn Vísis. Nýting afgreiðslutíma sé ein af þeim breytum sem höfð sé í huga þegar tekin er ákvörðun um að fella flug niður en það sé ekki ráðandi þáttur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair. Að sögn Ásdísar er í venjulegu árferði miðað við að nýting afgreiðslutíma á ákveðnu tímabili sé 80% til þess að flugfélag haldi sjálfkrafa afgreiðslutímum á næsta tímabili, en miðað er við tvö tímabil á ári. „Frá því að COVID-19 skall á hafa verið í gildi undanþágur frá þessari nýtingarkröfu vegna áhrifa mikilla ferðatakmarkana á flugfélög. Hvað Icelandair varðar, þá var til að mynda í gildi síðastliðið sumar víðtæk undanþága á flestum þeim flugvöllum/löndum sem Icelandair flýgur til.“ Ásdís segir að í vetur sé áfram í gildi víðtæk undanþága í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Evrópu hafi krafa um nýtingarhlutfall verið lækkuð niður í 50%, auk þess sem hægt sé að sækja um tímabundnar undanþágur vegna ferðatakmarkana í einstaka löndum. Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að flugfélagið hafi ekki heldur farið sömu leið og Lufthansa og flogið tómlegum flugvélum til þess að ná lágmarkskröfum um afgreiðslutíma. Play hafi vissulega þurft að aflýsa flugferðum vegna áhrifa faraldursins líkt og önnur flugfélög. Til að mynda hafi útgöngubönn í erlendum borgum dregið úr eftirspurn eftir flugsætum til styttri tíma. Óloftslagsvænt og óþarft Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hlotið gagnrýni vegna reglnanna, einkum nú þegar ómíkron afbrigðið dregur aftur úr ferðavilja fólks. Hafa forsvarsmenn evrópskra flugfélaga sagt reglurnar taktlausar og krafist breytinga. Þá hefur sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi fram metnaðarfyllri stefnu í loftslagsmálum, skotið föstum skotum að sambandinu vegna málisins. Brussels Airlines makes 3,000 unnecessary flights to maintain airport slots The EU surely is in a climate emergency mode https://t.co/eHLFrd06y0— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 5, 2022 Samgönguráðherra Belga vill breytingar Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Georges Gilkinet, samgönguráðherra landsins og meðlimur grænflokksins Ecolo, hafi sent bréf um málið til Adina Valean, samgönguráðherra framkvæmdastjóri ESB. Þar segir hann núverandi fyrirkomulag vera óskiljanlegt og hvorki þjóna umhverfislegum né efnhagslegum sjónarmiðum. Kallar Gilkinet eftir því að boðið verði upp á aukinn sveigjanleika þegar kemur að nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum og kröfur um lágmarksnýtingu verði lækkaðar frekar. Belgíska flugfélagið Brussels Airlines, sem er hluti af Lufthansa Group, gerir ráð fyrir að fljúga þrjú þúsund ónauðsynlegar flugferðir í vetur að óbreyttu. Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ástæðan er reglur Evrópusambandsins sem kveða á um þá lágmarksnýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum sem flugfélög þurfa að nýta til að eiga öruggt með að halda þeim á næsta tímabili. Lendinga- og brottfaratímar á vinsælum flugvöllum eru verðmæt auðlind fyrir flugrekendur og forsenda þess að þeir geti flutt þangað farþega. Hvorki Icelandair né Play hafa gripið til þess ráðs að fljúga hálftómum flugvélum til þess eins að halda afgreiðslutímum sínum að sögn fulltrúa þeirra. Almenn undanþága ekki lengur í gildi „Það hefur ekki komið til þessa hjá okkur vegna þeirra undanþága sem í gildi hafa verið varðandi nýtingu á afgreiðslutímum á þeim mörkuðum sem við störfum,“ segir í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, samskiptastjóra Icelandair, við fyrirspurn Vísis. Nýting afgreiðslutíma sé ein af þeim breytum sem höfð sé í huga þegar tekin er ákvörðun um að fella flug niður en það sé ekki ráðandi þáttur. Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair. Að sögn Ásdísar er í venjulegu árferði miðað við að nýting afgreiðslutíma á ákveðnu tímabili sé 80% til þess að flugfélag haldi sjálfkrafa afgreiðslutímum á næsta tímabili, en miðað er við tvö tímabil á ári. „Frá því að COVID-19 skall á hafa verið í gildi undanþágur frá þessari nýtingarkröfu vegna áhrifa mikilla ferðatakmarkana á flugfélög. Hvað Icelandair varðar, þá var til að mynda í gildi síðastliðið sumar víðtæk undanþága á flestum þeim flugvöllum/löndum sem Icelandair flýgur til.“ Ásdís segir að í vetur sé áfram í gildi víðtæk undanþága í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Evrópu hafi krafa um nýtingarhlutfall verið lækkuð niður í 50%, auk þess sem hægt sé að sækja um tímabundnar undanþágur vegna ferðatakmarkana í einstaka löndum. Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að flugfélagið hafi ekki heldur farið sömu leið og Lufthansa og flogið tómlegum flugvélum til þess að ná lágmarkskröfum um afgreiðslutíma. Play hafi vissulega þurft að aflýsa flugferðum vegna áhrifa faraldursins líkt og önnur flugfélög. Til að mynda hafi útgöngubönn í erlendum borgum dregið úr eftirspurn eftir flugsætum til styttri tíma. Óloftslagsvænt og óþarft Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hlotið gagnrýni vegna reglnanna, einkum nú þegar ómíkron afbrigðið dregur aftur úr ferðavilja fólks. Hafa forsvarsmenn evrópskra flugfélaga sagt reglurnar taktlausar og krafist breytinga. Þá hefur sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi fram metnaðarfyllri stefnu í loftslagsmálum, skotið föstum skotum að sambandinu vegna málisins. Brussels Airlines makes 3,000 unnecessary flights to maintain airport slots The EU surely is in a climate emergency mode https://t.co/eHLFrd06y0— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 5, 2022 Samgönguráðherra Belga vill breytingar Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Georges Gilkinet, samgönguráðherra landsins og meðlimur grænflokksins Ecolo, hafi sent bréf um málið til Adina Valean, samgönguráðherra framkvæmdastjóri ESB. Þar segir hann núverandi fyrirkomulag vera óskiljanlegt og hvorki þjóna umhverfislegum né efnhagslegum sjónarmiðum. Kallar Gilkinet eftir því að boðið verði upp á aukinn sveigjanleika þegar kemur að nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum og kröfur um lágmarksnýtingu verði lækkaðar frekar. Belgíska flugfélagið Brussels Airlines, sem er hluti af Lufthansa Group, gerir ráð fyrir að fljúga þrjú þúsund ónauðsynlegar flugferðir í vetur að óbreyttu.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Loftslagsmál Icelandair Play Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent