Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 17:37 Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson. Vísir Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira