Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 13:34 Bræður voru bólusettir. vísir/vilhelm Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna. „Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku. Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.
Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent