Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 18:26 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum. Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira