Innlent

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gert er ráð fyrir því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræði við fjölmiðla að loknum fundi.
Gert er ráð fyrir því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræði við fjölmiðla að loknum fundi. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

Þórólfur hefur sagt stöðuna alvarlega hér á landi vegna fjölda smita. Sjálfur lagði hann til að skólahaldi yrði frestað fyrstu vikuna í janúar og telur það hafa verið óráðlegt að veita undanþágur sem veittar voru veitingaaðilum og tónleikahöldurum í adraganda jólanna.

Hann hefur verið þögull um tillögurnar í minnisblaði sínu en þykir ljóst að tillögurnar snúi í það minnsta ekki að afléttingum í samfélaginu.

Fréttamaður okkar fylgist með gangi mála í Tjarnargötu og ræðir við heilbrigðisráðherra um næstu skref að loknum fundi. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Stöð 2 Vísi hér að neðan. Við skiptum yfir í Tjarnargötu þegar líður að lokum fundar.

Uppfært: Viðtölin við Willum og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×