Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. janúar 2022 16:28 Í vikunni munu öll börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu fá boð í bólusetningu en þau eru ríflega sautján þúsund talsins. Vísir/Vilhelm Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir daginn hafa gengið vel en þetta er annar stærsti dagur vikunnar. „Stærsti dagurinn verður á fimmtudaginn þá verða 3.900 börn úr skólunum en 3.600 í dag þannig þetta er mjög stór dagur og það gengur alveg ótrúlega vel,“ segir Ragnheiður. Í gær fengu 1900 börn boð og mættu alls um fimmtán hundruð. Að sögn Ragnheiðar fór mætingin í gær fram úr björtustu vonum og virðist svipuð staða vera uppi í dag. Líkt og í gær verður börnum boðið upp á skemmtiatriði meðan á bólusetningu stendur til að létta stemninguna. Leikskólabörnin mæta í næstu viku Í heildina munu 17255 skólabörn á höfuðborgarsvæðinu fá boð í bólusetningu í vikunni en gera má ráð fyrir að það séu færri sem raunverulega geta mætt í bólusetningu. „Það er náttúrulega einhver hluti af þeim búinn að fá Covid síðustu þrjá mánuði og svo er mikið af börnum í sóttkví núna, þannig við vorum að reikna með bara svona 50 prósent mætingu eða eitthvað svoleiðis en það virðist vera meiri mæting í það,“ segir Ragnheiður en það mun koma í ljós í lok vikunnar hversu mikil mætingin verður í raun og veru. Leikskólabörnin voru ekki boðuð í vikunni en Ragnheiður segist reikna með að þau fái boð í næstu viku. Verið er að leggja drög að skipulaginu fyrir það en þau verða líklegast líka bólusett í höllinni. „Við dreifum þeim líklega bara á alla dagana því þetta er bara einn árgangur. Fáum þau bara í litlum hópum, það er líklega skynsamlegast,” segir Ragnheiður. Ekki hætt að boða í örvun Það hefur sömuleiðis verið mikið að gera í örvunarbólusetningum fullorðna í vikunni en opið hús er fyrir þau milli tíu og tólf á daginn. Margir sem fengu bóluefni Janssen í sumar og örvunarbólusetningu í ágúst geta nú farið að mæta í seinni örvunarskammtinn. Ekki var boðað í örvunarbólusetningu í þessarri viku vegna barnabólusetninganna en Ragnheiður reiknar með að það verði tekið upp aftur. „Við munum örugglega taka það upp aftur í næstu viku, við ákváðum bara því þetta var svo stór pakki með börnin að vera ekki að boða en það má alveg koma sjálfur og óska eftir því,” segir Ragnheiður. Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10. janúar 2022 15:04 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir daginn hafa gengið vel en þetta er annar stærsti dagur vikunnar. „Stærsti dagurinn verður á fimmtudaginn þá verða 3.900 börn úr skólunum en 3.600 í dag þannig þetta er mjög stór dagur og það gengur alveg ótrúlega vel,“ segir Ragnheiður. Í gær fengu 1900 börn boð og mættu alls um fimmtán hundruð. Að sögn Ragnheiðar fór mætingin í gær fram úr björtustu vonum og virðist svipuð staða vera uppi í dag. Líkt og í gær verður börnum boðið upp á skemmtiatriði meðan á bólusetningu stendur til að létta stemninguna. Leikskólabörnin mæta í næstu viku Í heildina munu 17255 skólabörn á höfuðborgarsvæðinu fá boð í bólusetningu í vikunni en gera má ráð fyrir að það séu færri sem raunverulega geta mætt í bólusetningu. „Það er náttúrulega einhver hluti af þeim búinn að fá Covid síðustu þrjá mánuði og svo er mikið af börnum í sóttkví núna, þannig við vorum að reikna með bara svona 50 prósent mætingu eða eitthvað svoleiðis en það virðist vera meiri mæting í það,“ segir Ragnheiður en það mun koma í ljós í lok vikunnar hversu mikil mætingin verður í raun og veru. Leikskólabörnin voru ekki boðuð í vikunni en Ragnheiður segist reikna með að þau fái boð í næstu viku. Verið er að leggja drög að skipulaginu fyrir það en þau verða líklegast líka bólusett í höllinni. „Við dreifum þeim líklega bara á alla dagana því þetta er bara einn árgangur. Fáum þau bara í litlum hópum, það er líklega skynsamlegast,” segir Ragnheiður. Ekki hætt að boða í örvun Það hefur sömuleiðis verið mikið að gera í örvunarbólusetningum fullorðna í vikunni en opið hús er fyrir þau milli tíu og tólf á daginn. Margir sem fengu bóluefni Janssen í sumar og örvunarbólusetningu í ágúst geta nú farið að mæta í seinni örvunarskammtinn. Ekki var boðað í örvunarbólusetningu í þessarri viku vegna barnabólusetninganna en Ragnheiður reiknar með að það verði tekið upp aftur. „Við munum örugglega taka það upp aftur í næstu viku, við ákváðum bara því þetta var svo stór pakki með börnin að vera ekki að boða en það má alveg koma sjálfur og óska eftir því,” segir Ragnheiður.
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10. janúar 2022 15:04 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Kasper, Jesper og Jónatan litu við í Laugardalshöll Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta börnum, sem þangað voru komin í bólusetningu. 10. janúar 2022 15:04
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30